Framboðsfrestur til 8. mars nk.

Kjósa skal nýja stjórn og í aðrar trúnaðarstöður fyrir aðalfund félagsins sem verður 29. mars nk., samkvæmt lögum félagsins, frestur til að skila inn listum eða ábendingum um einstaka stjórnarmenn skulu berast skrifstofu Kjalar fyrir 8. mars nk.

Stjórn félagsins skal skipuð níu félagsmönnum, formanni og sex meðstjórnendum, auk tveggja til vara. Stjórnarmenn skulu kosnir til þriggja ára í senn. Formann skal kjósa sérstaklega. Stjórnin kýs úr sínum hópi varaformann, ritara og gjaldkera.

Félagsmenn geta gert tillögu um stjórnarmenn og verða að minnsta kosti 25 félagsmenn að standa að tillögu félagsmanna um hvern stjórnarmann. Allar tillögur skulu vera skriflegar og berast stjórn félagsins a.m.k. þremur vikum fyrir aðalfund. Tillögum skal fylgja nafn, kennitala, starfsheiti, heimilisfang og heiti vinnustaðar þeirra sem tillaga er gerð um. Tillögum skal fylgja skriflegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um en að öðrum kosti telst tillaga um hann ógild.