Vinnutímastyttingin stærsta verkefnið

Kristín Kristjánsdóttir, trúnaðarmaður Kjalar stéttarfélags í Grunnskóla Borgarfjarðar
Kristín Kristjánsdóttir, trúnaðarmaður Kjalar stéttarfélags í Grunnskóla Borgarfjarðar

„Já, ætli ég flokkist ekki sem reynslubolti í trúnaðarmannshlutverkinu því ég hef verið í þessu í 12 ár. En maður hefur alltaf gott af því að koma á námskeiðin, læra eitthvað nýtt og rifja annað upp,“ segir Kristín Kristjánsdóttir, trúnaðarmaður Kjalar stéttarfélags í Grunnskóla Borgarfjarðar.

„Þó ég geti ekki sagt að það sé mikið að gera hjá trúnaðarmanni á svona vinnustað þá kemur vissulega fyrir að samstarfsfólk leitar til mín með sín mál. Ég hef ekki þurft að takast á við nein stór mál í þessu hlutverk en þó er vinnutímastyttingin vafalítið stærsta málið á okkar vinnustað um þessar mundir. Henni er ekki að fullu lokið og við erum enn að vinna í útfærslu. Þess vegna fannst mér mjög gott að hitta aðra trúnaðarmenn á námskeiðinu og heyra hvernig vinnutímabreytingarnar voru fram- kvæmdar á einstökum vinnustöðum. Það er mjög gagnlegt.“