Vefviðburður – Sveitarfélag ársins 2022

Val á Sveitarfélagi ársins 2022 verður tilkynnt 3. nóvember næstkomandi kl. 11.

Sveitarfélag ársins er samstarfsverkefni tíu bæjarstarfmanna félaga inna BSRB sem nær því til félagsmanna sem starfa hjá Sveitarfélögum.

Veitt er viðurkenning fyrir bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks sveitarfélaga.

Bein útsending verður af viðburðinum á Facebook síðu Sveitarfélags ársins.
Viðburður í gegnum Facebook er hér

 Tilgangur könnunarinnar er m.a. að kanna starfsskilyrði og líðan starfsfólks á vinnustað, skapa forsendur til að bæta starfsumhverfi félagsmanna og efla starfsþróun þeirra með því að draga upp heildarmynd af starfsumhverfi og starfsánægju (stjórnun, skipulagi, samskiptum, aðbúnaði o.fl.). Þá er markmiðið að veita félögunum og stjórnendum sveitarfélaga samanburð við önnur sveitarfélög og þjónustusvið til að gera þeim enn frekar kleift að bæta stjórnun innan sveitarfélaganna. Þá geta félögin borið niðurstöður saman við niðurstöður úr könnunum VR og Sameykis, enda eru þær að hluta til opinberar. Könnunin getur orðið félögunum öflugt tæki til að berjast fyrir bættu starfsumhverfi fyrir sína félagsmenn.

Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um starfsaðstæður félagsmanna sveitarfélaganna og gefa gott yfirlit aðstæður þeirra eftir sveitarfélögum og þjónustusviði. Auk spurninga úr Stofnun ársins, býðst félögunum að leggja fyrir um fimm viðbótarspurningar sem hannaðar verða í samvinnu við félögin. Í næstu mælingum verður svo skoðuð þróun milli ára, þar sem við á. Í þessari tillögu er ekki gert ráð fyrir að gerð sé launakönnun samhliða Stofnun ársins. Markmið þessarar könnunar til framtíðar er svo að allt starfsfólk sveitarfélaganna taki þátt og að heildstæð mynd fáist af starfsumhverfi sveitarfélaganna með könnuninni og þannig verði hægt að bera saman starfsumhverfi sveitarfélaga og ríkisins. Verkefni næstu ára er því að efla samstarf milli stéttarfélaganna og sveitarfélaganna og að báðir aðilar standi að könnuninni í framtíðinni.