Úthlutun sumarhúsa lokið

Það er beðið eftir þér!
Það er beðið eftir þér!

Alls bárust 261 umsóknir í orlofssjóðinn og var úthlutað 70 styrkjum vegna orlofs að eigin vali og 14 sumarhúsum á ýmis tímabil. Flestar umsóknir bárust á vikuna 13. júlí til 20. júlí eða alls 47 en aðeins 14 fengu. Þann 25. apríl nk. verður orlofshúsavefurinn opnaður kl. 10.00 og þá gildir reglan "fyrstu kemur fyrstur fær" á þær vikur eða daga sem laust er í sumarhúsum og íbúðum. Fara á orlofshúsavefinn hér í sjálfsafgreiðslu. 

Einnig er til sölu á orlofshúsavefnum flugávísanir hjá Flugfélagi Íslands kaupir á 8000kr. gildir sem 10.000. Icelandair kaupir á 19.000 / 25.000 gildir sem 28.000 / 35.000. Gistimiða á Hótel Eddu kr. 10.000 og Fosshótel 10.800 og Kea hótel.

Einnig útilegukort, veiðikort, golfkort.

Félagar njótið sumarsins heima á Íslandi :-)