Umsóknarfresti að ljúka

Síðasti dagur til að sækja um orlofshús og orlofsstyrki fyrir næsta sumar er á morgun 4. apríl. Það er gert á rafrænan hátt hér  á orlofsvefnum.  Ef þú hefur ekki virkjað rafræn skilríki eða fengið íslykil þá lendir þú í vandræðum við að senda inn umsókn en getur fengið aðstoð frá skrifstofu félagsins í síma 525 8383 eða kjolur@kjolur.is

Öllum verður svo svarað upp úr miðjum apríl hvort þeir hafi fengið ósk sína uppfylta eða ekki. 

Nefndin