Trúnaðarmannafræðsla 26.-28. október

Í Hofi fór fram daganna 26.-28. október árangursík fræðsla fyrir trúnaðarmenn félagsins bæði nýkjörna og endurkjörna. Það var þétt dagskrá þar sem meðal annars var farið yfir, fræðsluáætlun trúnaðarmanna til ársins 2025, stöðu kjaramála og efnahagsmál, lestur og túlkun kjarasamninga, styttingu vinnuvikunnar ásamt styttri erindum um veikindarétt og lífeyrismál. Miklar og góðar umræður fóru fram þar sem meðal annars var notast við fiskabúrsumræður og hópaumræður. 

Undirbúningur vegna kröfugerðar fyrir komandi kjarasamninga. 

Markmið trúnaðarmannafræðslu Kjalar stéttarfélags er að styðja við og þá um leið að styrkja trúnaðarmanninn sjálfan.

Fræðslan heppnast mjög vel og ríkti mikil ánægja meðal þátttakenda, sem voru rúmlega 35 talsins.