- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Fimmtudaginn 30. október fór fram viðburðurinn Sveitarfélag ársins 2025 en sú útnefning var nú fjórða árið í röð. Þar voru kynntar niðurstöður úr árlegri könnun Gallup um starfsánægju í sveitarfélögum landsins og veitt verðlaun þeim sveitarfélögum sem sköruðu fram úr í ár.
Hrund Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðssjóðsins Heklu, opnaði hátíðina og fór í stuttu máli yfir tilurð verkefnisins og hlutverk sjóðsins í því að styðja við mannauðsþróun innan sveitarfélaga. Að lokinni setningu Hrundar fluttu Sædís Lind Másdóttir og Fríða Hansen fallegt tónlistaratriði sem skapaði hátíðlega stemningu í salnum.
Eftir tónlistaratriðið hélt Tómas Bjarnason frá Gallup erindi undir yfirskriftinni „Er starfsfólk sveitarfélaganna ánægt í starfi? Hvað skapar starfsánægju og af hverju er hún mikilvæg?“ Þar fjallaði hann um helstu niðurstöður könnunarinnar og dró fram lykilþætti sem hafa áhrif á starfsánægju, svo sem traust, samskipti og góða stjórnun. Í máli Tómasar kom fram að sterk tengsl séu milli starfsánægju, lífsánægju og árangurs vinnustaða. Hann lagði áherslu á mikilvægi hvatningar og sagði:
„Ef að hvatningin er ekki til staðar þá gerir fólk bara miklu minna.“
Að erindi loknu fluttu Sædís og Fríða annað tónlistaratriði áður en Tómas tók aftur til máls og kynnti niðurstöður könnunarinnar um Sveitarfélag ársins 2025. Þá var farið yfir aðferðafræði, vægi einstakra þátta og samanburð við fyrri ár.
Að lokum afhenti Árný Erla Bjarnadóttir, formaður FOSS stéttarfélags, viðurkenningar þeim sveitarfélögum sem hlutu efstu sæti í könnunni Sveitarfélag ársins 2025:
Viðburðurinn var vel heppnaður og undirstrikaði mikilvægi þess að efla starfsánægju, samskipti og traust innan sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar um Sveitarfélag ársins má finna hér