Sveitafélag ársins 2025

Fimmtudaginn 30. október verða kynntar niðurstöður könnunar á starfsumhverfi sveitarfélaga fyrir árið 2025. Fjórum sveitarfélögum verða veittar viðurkenningar fyrir bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks.

Viðburðurinn fer fram á Hótel Selfossi kl. 14:00, og verður jafnframt streymt á netinu.
Slóð á streymi

Könnunin veitir innsýn í starfsumhverfi, stjórnun og vinnustaðamenningu sveitarfélaganna. Við úrvinnslu er notast við þáttagreiningu (factor analysis), og heildareinkunn hvers sveitarfélags — sem byggir á vegnu meðaltali mældra þátta — ræður úrslitum um titilinn Sveitarfélag ársins.

Til að komast á stigalista þarf að lágmarki 35% svarhlutfall og tíu svör frá félagsmönnum.

Verðlaunagripurinn er hannaður af Sigrúnu Björgu Aradóttur hjá Agndofa hönnunarhúsi.
Viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi árangur í starfsumhverfi og stjórnun sveitarfélaga.