Stefnir í góða nýtingu á sumarhúsum félagsins

Frá Eiðum sem er náttúruparadís, frísbígolf, veiði í vatninu og göngustígar
Frá Eiðum sem er náttúruparadís, frísbígolf, veiði í vatninu og göngustígar

Sumarúthlutun hefur farið fram og eiga allir sem fengu bæði já og nei að hafa fengið tölvupóst með þeim upplýsingum og að þeir sem fengu úthlutað þurfa að vera búnir að greiða fyrir 16. apríl nk. Þann 20. apríl 2021 opnar vefurinn fyrir því sem ekki hefur verið staðfest og þá gildir reglan "fyrstur kemur fyrstur fær". Alls bárust 260 umsóknir bæði um hús og orlof að eigin vali. Í boði voru 170 vikur í sumarhúsum og íbúðum og var úthlutað 99 vikum. Alls fengu 88 manns orlof að eigin vali. En því miður þá þurfti að neita 71 félagsmanni um dvöl i sumarhúsi þar sem mikið af umsókunum var um vikurnar í júlí.