Spurningaleikur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára

Stéttarfélögin við Eyjafjörð hafa í gegnum tíðina staðið fyrir hátíðarhöldum í tengslum við 1. maí. Vegna aðstæðna verður dagurinn haldinn rafrænt í ár og hvetjum við félagsmenn okkar til þess að fagna deginum og þeirra réttinda sem við njótum.

Inn á www.verkalydsdagurinn.is má finna ávarp 1. maí nefndarinnar ásamt léttum spurningaleik fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Dregin verða út verðlaun að upphæð 100.000 kr úr öllum réttum innsendum svörum, að auki verða dregin út tíu þáttökuverðlaun að upphæð 10.000 kr.