Sjúkraíbúð

Arna Jakobína formaður Kjalar tekur við lyklum af Sólheimum 27 frá Birni Snæbjörnssyni formanni Eini…
Arna Jakobína formaður Kjalar tekur við lyklum af Sólheimum 27 frá Birni Snæbjörnssyni formanni Einingar - Iðju

Eins og áður hefur komið fram festi félagið kaup á fjögurra herbergja íbúð sem er í Sólheimum 27 fjórðu hæð. Ákveðið hefur verið að nota hana sem sjúkraíbúð fyrsta árið og endurmeta notkun og fyrirkomulag að ári liðnu. Íbúðin verður ekki opin fyrir útleigu jafnt langt fram í tímann og hinar íbúðirnar en ef enginn hefur tryggt sér hana viku eða tíu dögum frá deginum í dag verður hún leigð eftir reglunni "fyrstur kemur fyrstur fær". Fyrri eigendur voru Eining - Iðja. 

Verið er að mála íbúðina og standsetja en reiknað er með að hún verði tilbúin til útleigu um eða upp úr miðjum febrúarmánuði.