Sjálfkjörið í stjórn Kjalar

Stjórn Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu verður kjörin til næstu þriggja ára á aðalfundi félagsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri miðvikudaginn 29. mars nk. Sjálfkjörið verður í stjórnina þar sem frambjóðendur eru jafn margir stjórnarsætum.

Af stjórnarsetu láta Bára Garðarsdóttir og Hulda Magnúsardóttir, auk Jórunnar Gunnsteinsdóttur, sem verið hefur varamaður.

Eftirtaldir stjórnarmenn bjóða sig fram til áframhaldandi setu í stjórn Kjalar:

Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður

Árni Egilsson, meðstjórnandi, Skagafjarðardeild

Hólmfríður Jónsdóttir, meðstjórnandi, Dalvíkurbyggðardeild

Ingunn Jóhannesdóttir, meðstjórnandi, Borgarfjarðardeild

Kristín Sigurðardóttir, meðstjórnandi, STAK deild

 

Nýjar stjórnarkonur eru:

Elfa Björk Skúladóttir, meðstjórnandi, FOSHún deild

Lilja Rós Aradóttir, meðstjórnandi, Siglufjarðardeild

 

Haraldur Tryggvason úr STAK deild er í framboði til áframhaldandi setu sem varamaður í stjórn en nýr varamaður verður Ómar Örn Jónsson úr STAK deild.