Samþykktir af fundi stjórnar

  • Samþykkt var á stjórnarfundi 25. nóv. sl. að styrkja eftirfarandi félög: Mæðrastyrksnefnd, hjálparstofnun kirkjunar og rauðakrossdeildir á Eyjafjarðarsvæðinu um 260 þús., Skagafjarðardeild, Borgarfjarðardeild, Húnavatnssýsludeild hvora deild kr. 60 þús. 

  • Einnig samþykkti stjórn Kjalar viðmiðunarreglur vegna fræðslu og þjálfun trúnaðarmanna vegna framlags um úr Fræðslusjóði sem er 0,1%.A. Að 40% til 70% verði nýtt til þóknunar og umbunar fyrir trúnaðarmenn.

    B. 10% til 30% verði nýtt til að greiða kostnað vegna fræðslu fyrir trúnaðarmenn, þar á meðal ferða- og dvalarkostnað.

    C. 0% til 15% verði nýtt til að mæta kostnaði við trúnaðarmannaráðsfundi, þar á meðal ferða- og dvalarkostnað

    D. 0% til 15 % verði nýtt til að mæta umsýslukosnaði, t.d. kostnaði vegna starfsmanns sem sinnir trúnaðarmönnum.

  • Aðalfundur félagsins verður 29. mars 2017 en þá fer fram stjórnarkjör til næstu þriggja ára.