- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Fyrr í sumar festi Orlofssjóður Kjalar kaup á tveimur spennandi orlofskostum í Reykjavík. Íbúðirnar eru að Eirhöfða 7 sem er eitt af fyrstu húsunum sem rísa í nýju borgarskipulagi á Ártúnshöfðanum. Húsið við Eirhöfða 7 situr úti á hamrinum og gefur einstakt útsýni yfir borgina, til Esjunnar, Skarðsheiði og á góðum dögum yfir til Snæfellsjökuls. Íbúðirnar sem félagið keypti eru annars vegar tveggja herbergja (70,5 fm) og hinsvegar þriggja herbergja (110,8 fm) á fjórðu hæð hússins í stigahúsi B en byggingin er u- laga, nær upp sjö hæðir og er með fjögur stigahús og bílakjallara undir húsinu. Íbúðirnar verða afhentar í byrjun október og verður þá hafist handa við lokafrágang s.s. ásetningu gólfefnis, val á húsgögnum og almenna standsetningu fyrir útleigu. Íbúðirnar verða auglýstar til útleigu innan skamms.
Félagið hefur unnið að því undanfarið að endurnýja orlofskosti í Reykjavík og var liður í því að selja tvær af eldri íbúðum félagsins í Sólheimum á móti kaupunum í Eirhöfða. Þær íbúðir verða afhentar í byrjun október og býður félagið því upp á sjö orlofskosti á höfuðborgarsvæðinu.