Uppfærsla á orlofshúsasíðum yfirstandandi

Líkt og félagsmenn kunna að hafa orðið varir við er nú unnið að því að færa upplýsingar um orlofshúsnæði félaganna fjögurra sem hafa sameinast inn í Kjöl á síðustu vikum á heimasíðu félagsins sem og á bókunarvef orlofshúsa Kjalar. Félagsmenn eru því beðnir að sýna því skilning meðan á stendur en bent á að hafa samband við skrifstofur félagsins á Akureyri, Ísafirði eða í Grundarfirði ef frekari upplýsingar eða aðstoð skortir við bókanir á orlofshúsum. Þetta er hluti af þeirri vinnu sem fyrirséð er að ráðast þyrfti í í kjölfar sameininga félaganna og verður kapp á að ljúka henni sem fyrst.