Opnað fyrir umsóknir á orlofsvefnum

Í dag hefur orlofsvefur Kjalar verið opnaður fyrir umsóknir um sumardvalarstaði. Orlofsblað félagsins berst félagsmönnum í næstu viku en hægt er að skoða það rafrænt með því að smella hér.

Umsóknarfrestur um sumardvalarstaði Kjalar rennur út þann 4. apríl næstkomandi og gert er ráð fyrir að svör um úthlutanir verði send út fyrir 11. apríl.