Nýjar reglur Mannauðssjóðs

Stjórn mannauðssjóðs kom saman til fundar og breytti úthlutunarreglum sjóðsins í kjölfar lækkunar á framlagi sjóðsins. 

Reglurnar eru eftirfarandi: 

 Reglur um úthlutanir úr Mannauðssjóði
1. gr. Sjóðurinn veitir styrki til fræðsluverkefna á sviði símenntunar, s.s. þarfagreininga vegna undirbúnings starfsþróunaráætlana og gerð þeirra, námskeiðs/starfsnáms, námsgagnagerðar, útgáfu á námsefni.

2. gr. Þeir sem geta sótt um styrk til sjóðsins eru sveitarfélög, stofnanir og aðrir vinnuveitendur sem greiða í sjóðinn og KJÖLUR stéttarfélag. Stjórn sjóðsins getur ákveðið að eigin frumkvæði að setja sjálf á laggirnar verkefni fyrir aðila að sjóðnum.

3. gr. Umsækjendur skulu fylla út þar til gert umsóknareyðublað þar sem kemur m.a. fram lýsing á því fræðsluverkefni sem sótt er um fyrir, skipulag verkefnisins, efnisinntak, áætluð framkvæmd, kostnaðaráætlun, aðrir styrkir og framlag umsækjanda. Heimilt er stjórn að endursenda umsókn ef hún inniheldur ekki fullnægjandi upplýsingar um verkefnið.

4. gr. Við mat á umsóknum um styrki úr sjóðnum er horft til þess hvernig þau verkefni sem um ræðir séu til þess fallin að efla símenntun þeirra starfsmanna stofnana sem aðild eiga að sjóðnum og stuðla að markvissri starfsþróun þeirra.

5. gr. Styrkþegar skulu gera grein fyrir notkun styrksins innan árs frá því hann var veittur, eða samkvæmt nánari ákvörðun sjóðsstjórnar. Fylla skal út og skila til sjóðsstjórnar þar til gerðu uppgjörseyðublaði þegar styrkurinn hefur verið notaður. Styrkinn er óheimilt að nota til annarra verkefna en sótt var um. Styrkþega ber að endurgreiða styrk hafi verkefni ekki verið hrundið í framkvæmd innan árs frá úthlutun. Verkefni þarf ekki að vera lokið innan árs. Ef styrkloforðs er ekki vitjað innan 6 mánaða frá dagsetningu tilkynningar sjóðsins til umsækjenda fellur styrkloforð niður.

6. gr. Úthlutun úr sjóðnum fer fram einu sinni á ári eða oftar samkvæmt ákvörðun sjóðsstjórnar. (Stjórn Mannauðssjóðs KJALAR hefur ákveðið á fundi 12. júní 2008 að halda stjórnarfundi a.m.k. þrisvar á ári, þ.e. í október, febrúar og maí. Á þessum fundum verða teknar til afgreiðslu þær umsóknir sem liggja fyrir hverju sinni. )

7. gr. Sjóðurinn veitir styrk eingöngu vegna kostnaðar við þátttöku félagsmanna KJALAR stéttarfélags í því fræðsluverkefni sem umsækjandi stendur fyrir.

8.gr. Breyting var gerð á úthlutunarreglum og tóku þær gildi frá 1. september 2013 vegna kynnisferða hópa erlendis og innanlands. Kynnisferðir hópa erlendis (leikskóla, grunnskóla eða stofnunar). Styrkir til stofnanna sem fara í hópferðir erlendis, skipulagðar af leikskóla, grunnskóla eða viðkomandi stofnun til kynningar á starfsemi leikskóla eða annarra stofnana. Umfang dagskrár þarf að vera a.m.k. 12 klukkustundir og staðfesting móttökuaðila þarf að fylgja umsókn. Mannauðssjóður Kjalar veitir styrk að hámarki kr. 120.000.- til stofnunar vegna þátttöku hvers einstaklings/starfsmanns í náms- og kynnisferðum innanlands eða utan. Styrkurinn nær yfir kostnað v/flugs, gistingar og ferða á milli staða innan lands sem utan. Hámarksstyrkur til slíkra verkefna er veittur til stofnanna á fimm ára tímabili.

9.gr. Vinnuveitandi/stofnun getur sent allt að þrjá starfsmenn á hverju fimm ára tímabili til að sækja endurmenntunarnámskeið og/eða ráðstefnur innanlands eða utan. Hámarksstyrkur fyrir slík verkefni er kr. 150.000 á hvern starfsmann. Námskeið sem haldið er og skipulagt af vinnuveitanda er ekki styrkhæft né námskeiðsgögn/bækur. Heimilt er að bæta við styrkinn, allt að kr. 30.000, vegna gisti- og ferðakostnaðar innanlands ef fjarlægð frá heimabyggð að flugstöð er meira en 100 km.

10. gr. Stjórn sjóðsins er heimilt við sérstakar aðstæður að víkja frá reglum þessum.

Reglur þessar voru samþykktar á fundi stjórnar sjóðsins 7. apríl 2020. Þær eru settar í samræmi við samþykktir sjóðsins frá 11. janúar 2008.