Nýir félagar velkomnir

Kjölur stéttarfélag vill bjóða nýja félaga velkomna og á sama tíma minna á mikilvægi þess að skrá inn síma, netfang og bankaupplýsingar inn á mínar síður. 

Kjölur sendir félagsmönnum sínum áminningar vegna ýmissa styrkja sem þeir kunna að eiga rétt á ásamt því ef breytingar verða á kjarasamningum. 

Á heimasíðu okkar má finna það helst sem félagið hefur upp á að bjóða:

- Styrki bæði fræðslustyrki og úr sjúkrasjóði BSRB

- Aðgang að orlofsvef félagsins, en þar er að finna allar eignir félagsins sem eru 25 talsins ásamt, gistimiðum á hótel, flugávísanir, veiðikort og útilegukort. Orlofshúsavefur

- Aðstoð vegna réttindamála og önnur ráðgjöf tengd réttindunum og skyldum.

-Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver 525-8383 eða kjolur(hjá)kjolur.is