Ný stjórn sjálfkjörin á aðalfundi

Hluti fundarmanna, Ómar, Brynja, Ólöf, Ívar og Ágústa
Hluti fundarmanna, Ómar, Brynja, Ólöf, Ívar og Ágústa

Aðalfundi félagsins var frestað í vor þegar samkomutakmarkanir voru færðar niður í aðeins 20 manns. Áformaður hafði verið vinnudagur trúnaðarmanna og halda átti uppskeruhátíð þar sem kjörtímabil fráfarandi stjórnar Kjalar og trúnaðarmanna er á enda. Auk þess átti að fagna nýgerðum kjarasamningum sem eiga að færa okkur aukin lífsgæði með styttingu vinnuvikunnar. Þessu var öllu aflýst nema aðalfundinum sjálfum, sem var frestað til hausts.
Fundurinn var haldinn fimmtudaginn 3. september í Hömrum í Hofi á Akureyri og var honum streymt á heimasíðunni. Öll fundargögn er að finna á kjolur.is. Félagsmönnum var boðið að tjá sig um efni aðalfundar og ábendingum eða athugasemdum við þetta verklag hér á heimasíðunni. Engar athugasemdir bárust. 

Stjórn sjálfkjörin

Þann 12 febrúar 2020 var auglýst eftir tillögum að stjórnarmönnum eins og lög félagsins kveða á um. Engar tillögur bárust svo listi stjórnar og trúnaðaráðs telst sjálfkjörin sem er svo hljóðandi:

Stjórn KJALAR til næstu þriggja ára – 2020 - 2023

formaður Arna Jakobína Björnsdóttir, vinnustaður: Skrifstofa KJALAR - STAK deild
Meðstjórnendur eru sex og kýs stjórnin úr sínum hópi varaformann, ritara og gjaldkera.

Árni Egilsson, vinnustaður: Skagafjarðarveitur - Skagafjarðardeild
Elfa Björk Sturludóttir, vinnustaður: Bæjarskrifstofur Blönduósi–FOSHún deild
Hólmfríður Jónsdóttir vinnustaður: Dalbær Dalvík - Dalvíkurbyggðadeild
Hólmfríður Ósk Norðfjörð vinnustaður: grunnskóli Fjallabyggðar - Siglufjarðardeild
Ingunn Jóhannesdóttir vinnustaður: Íþróttamannvirkin í Borgarnesi -Borgarfjarðardeild
Kristín Sigurðardóttir vinnustaður: Fasteignir Akureyrarbæjar – STAK deild
Varamenn: Anna Klara Hilmarsdóttir, vinnustaður: Norðurorka hf. – STAK deild Ómar Örn Jónsson, vinnustaður: Glerárskóla – STAK deild

Átaks- og vinnudeilusjóður til næstu þriggja ára – 2020 - 2023

Stjórn og varamaður til næstu þriggja ára
Gjaldkeri sjálfkjörinn
Kristín Sigurðardóttir STAK deild
Jón Hansen STAK deild
Varamaður: Guðrún Helga Magnúsdóttir Dalvíkurbyggðardeild

Endurskoðandi reikninga til næstu þriggja ára – 2020 - 2023
Ragnar Jóhann Jónsson Löggiltur endurskoðandi Deloitte ehf.
Félagslegir skoðunarmenn og varamenn til næstu þriggja ára – 2020 - 2023

Lára Ólafsdóttir STAK deild
Jóhanna Sigurðardóttir STAK deild
Varamaður: Guðrún Ottósdóttir Skagafjarðardeild
Varamaður: Hulda Magnúsardóttir Siglufjarðardeild

Kjörstjórn og varamaður til næstu þriggja ára – 2020 - 2023
Engilbert Ingvarsson STAK deild
Guðrún Hrönn Tómasdóttir Dalvíkurbyggðardeild
Helga Ingibjörg Jóhannsdóttir STAK deild
Varamaður: Kristín Kristjánsdóttir Borgarfjarðardeild