Námskeið á vorönn 2021

Vilt þú skýra sýn þína á árið sem framundan er? Hvað er mikilvægt fyrir þig og hvernig vilt þú nýta tímann þinn?

Á þessu námskeiði er ætlunin að skoða með hvaða hætti þátttakendur geta varðað leiðina fyrir árið 2021 þannig að það verði innihaldsríkt og gjöfult, uppfullt af ánægjulegum stundum og tækifærum sem hver og einn skapar sér.

Undanfarin misseri hafa reynst mörgum erfið og margir ekki getað sinnt því sem þeir eru vanir eða gert það sem hugur stefndi til. En hefur þetta tímabil kennt okkur eitthvað? Er kannski einhver lærdómur þarna fyrir okkur sjálf t.d. með hvaða hætti við getum náð stjórn á aðstæðum í stað þess að láta stjórnast af þeim? Getum við hugsanlega litið á þennan tíma og þann sem framundan er með öðrum augum? Hvernig viljum við varða veginn fyrir nýtt ár?

Markmið er að í lok námskeiðs hafi þátttakendur skýra sýn á hvert þeir vilja stefna á árinu 2021 og hafi lagt vörður að leiðangri sínum í þar til gerða vinnubók. Notaðar verða m.a. aðferðir markþjálfunar með þátttakendum.

Nánari upplýsingar og skráning hér hjá SÍMEY og Farskólanum

www.simey.is

www.farskolinn.is