Launaskólinn

Launaskólinn er námsleið fyrir launafulltrúa og þá sem koma að kjara- og starfsmannamálum hjá ríki og sveitarfélögum. Það nýtist einnig stjórnendum sem koma að skipulagningu vinnutíma, vilja fá betri innsýn inn í framkvæmd launavinnslu eða auka hæfni sína á sviði starfsmannamála.

Námsleiðin er unnin í samstarfi fjármála- og efnahagsráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga í gegnum samstarfsvettvang Starfsmenntar.

Eftirfarandi þemu eru tekin fyrir:

  • Þema I - Opinber vinnumarkaður, ráðning, starfslok og starfsskyldur
  • Þema II - Vinnutími og afgreiðsla launa
  • Þema III - Fjarvera frá vinnu - launaðar og ólaunaðar fjarvistir
  • Þema IV - Mannauður og starfsþróun
  • Þema V - Meðferð persónuupplýsinga og skjalastjórnun
  • Þema VI - Hlutverk og hæfni launafulltrúans

Skráning og frekari upplýsingar