Lærum alltaf eitthvað nýtt

Sigurbjörg Björnsdóttir, trúnaðamaður Kjalar stéttarfélags á heilbrigðisstofnun HSN á Sigluf…
Sigurbjörg Björnsdóttir, trúnaðamaður Kjalar stéttarfélags á heilbrigðisstofnun HSN á Siglufirði

„Ég hef setið mörg trúnaðarmannanámskeið í gegnum árin og maður lærir alltaf eitthvað nýtt. Umhverfið er sífellt að þróast og eitt af því sem við fengum fræðslu um voru samfélagsmiðlar hvernig hægt er að nýta þá og hvað ber að varast,“ segir Sigurbjörg Björnsdóttir, trúnaðamaður Kjalar stéttarfélags á heilbrigðisstofnun HSN á Siglufirði.

Sigurbjörg segir vinnutímastyttinguna hafa gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig á hennar vinnustað.

„Við erum öll dagvinnufólk og fórum í fulla styttingu niður í 36 tíma. Það gátum við gert með tiltölulega litlum breytingum en vissulega skertri þjónustu,“ segir Sigurbjörg og bætir við að það sé skemmtilegt að hitta nýtt fólk á námskeiði sem þessu, fá fleiri viðhorf og taka þátt í umræðunni.“