Innágreiðsla á Dalbæ

Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu hafa skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að greiða 105.000 innágreiðslu til starfsmanna þann 1. ágúst líkt og flestir viðsemjendur Kjalar höfðu gert fyrr. Dalbær á Dalvík er eina fyrirtækið sem tilheyrir þeim þar sem félagsmenn Kjalar starfa og hafa stjórnendur Dalbæjar ákveðið að greiða innágreiðsluna til félagsmanna sem starfa á Dalbæ nú um mánaðarmótin.

Með þessari samþykkt þá hafa allir atvinnurekendur sem Kjölur semur við samþykkt að greiða þessa innágreiðlsu sem er 105.000 fyrir fullt starf og hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall og kemur til greiðslu nú 1. ágúst.