Hvatt til þátttöku í könnuninni Sveitarfélag ársins

Nú stendur yfir könnunin Sveitarfélag ársins. Könnunin er hluti af samstarfsverkefni bæjarstarfsmannafélaga og stéttarfélaga innan BSRB og nær til félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum. Markmið verkefnisins er að styrkja starfsumhverfi sveitarfélaganna með því að draga upp heildarmynd af starfsumhverfi og starfsánægju félagsmanna.

Við hvetjum alla sem fengu könnunina senda að taka þátt og leggja þannig hönd á plóg í baráttunni fyrir betra starfsumhverfi. Þeir sem taka þátt lenda sjálfkrafa í happdrætti þar sem tíu heppnir svarendur hljóta vinning að verðmæti 10.000 kr.

Gallup sér um framkvæmd könnunarinnar, úrvinnslu og skýrslugerð. Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál, sjá persónuverndarstefnu Gallup hér. Stéttarfélögin sem standa að könnuninni eru ábyrgðaraðilar könnunarinnar og Gallup er vinnsluaðili. Gallup sér jafnframt um að senda út könnunina. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í haust og verðlaun veitt fyrir bestu heildarútkomu úr könnuninni. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu og facebook síðu verkefnisins.

Ef einhverjar spurningar vakna eða einhver kannast ekki við að hafa fengið senda könnun þá er hægt að hafa samband við undirrituð:

Tómas Bjarnason, tomas.bjarnason@gallup.is

Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, elisabet@kjolur.is

Með fyrir fram þökk fyrir þátttökuna.

Við erum að vinna fyrir þig - þín skoðun skiptir máli,

Stéttarfélögin sem standa að verkefninu.

Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi
FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu
Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
Starfsmannafélag Garðabæjar
Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
Starfsmannafélag Húsavíkur
Starfsmannafélag Kópavogs
Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
Starfsmannafélag Suðurnesja
Starfsmannafélag Vestmannaeyja