Hvar er vinnutímastytting starfsmanna sveitarfélaga?

Ályktun fulltrúarráðs frá fundi þess þann 5. nóvember sl. 

Fulltrúarráð Kjalar stéttarfélags skorar á sveitarfélögin að tryggja starfsfólki sínu styttingu vinnuvikunnar eins og samið var um í kjarasamningum. Sveitarfélögin verða að beita sér fyrir því að fram fari umbótasamtöl á hverjum vinnustað þar sem starfsfólkið útfærir styttinguna og ákveður hversu mikil hún verður. Hjá ríkinu hafa átta af hverjum tíu vinnustöðum farið í 36 stunda vinnuviku og níu af tíu vinnustöðum hjá Reykjavíkurborg. Önnur sveitarfélög verða að fylgja því fordæmi og tryggja þar með aukin afköst, betri þjónustu og aukna starfsánægju.