Góð nýting orlofseigna

Góð nýting er á orlofseignum félgasins sem nú telja 25 eignir víðsvegar á landinu auk tveggja eigna sem við erum með í leigu á sumrin. 

Enn eru nokkrar vikur og dagar lausar í júní - ágúst. Fyrsta virkan dag í mánuði opnast annar mánuður er eru því yfistandandi mánuður og þrír mánuði fram í tímann opnir. Þannig opnast fyrsta virkan dag í júní fyrir september og fyrsta virkan dag í júlí fyrir október og síðan koll af kolli.

Áður en farið er í orlofsdvalarstað er mikilvægt að skrá sig inn á orlofsvef félagsins og lesa samning þar sem það kunna að hafa orðið breytingar á aðgengi eða aðrar upplýsingar sem mikilvægt að leigjandi hafi upplýsingar um áður en komið er á staðinn. Einnig er alltaf hægt að skoða hann þar á meðan leigutímabilið er virkt.

Hægt er að skoða orlofsblaðið með því að smella hér.

Orlofshúsavefur