Fyrsta námskeiðið í nýju félagi

Katrín Lilja Ólafsdóttir, trúnaðarmaður Kjalar stéttarfélags í Auðarskóla í Búðardal
Katrín Lilja Ólafsdóttir, trúnaðarmaður Kjalar stéttarfélags í Auðarskóla í Búðardal

Katrín Lilja Ólafsdóttir, trúnaðarmaður Kjalar stéttarfélags í Auðarskóla í Búðardal, sat sitt fyrsta trúnaðarmannanámskeið eftir að hennar gamla félag, Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu, sameinaðist í Kjöl. Kristín Lilja hefur verið trúnaðarmaður í um tuttugu ár, bæði á núverandi og fyrrverandi vinnustað. Hún sér tækifæri í því að geta tengst fólki innan félagsins sem er í sama starfi. Þannig læri fólk hvert af öðru. „Allt sem viðkemur fólki á vinnustöðum, kjörum og starfsaðstæðum er viðkvæmt og því koma reglulega upp álitaefni sem trúnaðarmaður þarf að koma að enda vill fólk hafa hlutina rétta. En það kemur líka fyrir að maður sér að eitthvað sem snýr að starfsmönnum er ekki rétt og bendir þá á að gera þurfi lagfæringar,“ segir Katrín Lilja sem segir það hafa verið mjög jávæða upplifun að sitja trúnaðarmannanámskeið Kjalar í fyrsta sinn.