Félagsmenn á Akureyri geta sótt um íbúð hjá Bjargi íbúðafélagi til lok júlí.

Sam­komu­lagið und­ir­ritað á Akureyri. Frá vinstri: Björn Trausta­son fram­kvæmda­stjóri Bjargs, El…
Sam­komu­lagið und­ir­ritað á Akureyri. Frá vinstri: Björn Trausta­son fram­kvæmda­stjóri Bjargs, Elín Björg Jóns­dótt­ir stjórn­ar­maður í Bjargi og formaður BSRB, Ei­rík­ur Björn Björg­vins­son bæj­ar­stjóri og Gylfi Arn­björns­son stjórn­ar­formaður Bjargs og for­seti ASÍ.

Félagsmenn á landsbyggðinni sæki um hjá Bjargi
Teknar hafa verið fyrstu skóflustungur að íbúðakjörnum Bjargs íbúðafélags á tveimur lóðum í Reykjavík. Félagsmenn í aðildarfélögum BSRB og ASÍ hafa tekið vel við sér og fjölmargar umsóknir hafa borist Bjargi íbúðafélagi. Rétt er að minna sérstaklega þá sem búa á landsbyggðinni á möguleikann á að sækja um.  Ak­ur­eyr­ar­bær hef­ur nú þegar gefið vil­yrði um út­hlut­un á lóð að Guðmanns­haga 2 í nýj­asta hverfi bæj­ar­ins,

Bjarg íbúðafélags, sem stofnað var af ASÍ og BSRB, hefur það að markmiði að byggja upp og leigja tekjulágum félögum þessara tveggja heildarsamtaka íbúðir. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni. Skráning á biðlista stendur nú yfir. Öllum umsóknum sem berast fyrir lok júlí verður safnað saman og verður dregið úr umsóknunum um sæti á biðlistanum í byrjun ágúst. Þeir sem sækja um eftir lok júlí fara svo á biðlistann í þeirri röð sem umsóknir berast. 

Eins og fram hefur komið hefur Bjarg íbúðafélag nú hafið framkvæmdir á tveimur lóðum í Reykjavík, en uppbygging er fyrirhuguð víðar. Nú þegar hefur félagið undirritað viljayfirlýsingar um uppbyggingu á Akureyri, Akranesi, Selfossi, Þorlákshöfn og í Sandgerði. Íbúar í þessum sveitarfélögum sem hafa áhuga á að sækja um íbúð eru hvattir til að sækja um sem fyrst svo þeir verði framarlega í röðinni þegar íbúðir verða teknar í notkun í þeirra bæjarfélögum. Samkvæmt samantekt frá Bjargi, sem kynnt var á fundi stjórnar BSRB síðastliðinn föstudag, hafa á fimmta hundrað umsóknir þegar borist félaginu.

Mikill meirihluti umsókna, nærri níu af hverjum tíu, eru frá fólki sem nú býr á höfuðborgarsvæðinu. Þeir félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem hafa hug á að sækja um íbúð hjá Bjargi eru hvattir til að nota sér reiknivél á vef Bjargs og að skila inn umsókn fyrir lok júlí til að eiga sem mestan möguleika á að fá úthlutað íbúð sem fyrst. Prófaðu reiknivélina og sendu inn umsókn á vef Bjargs  íbúðafélags.

Sjá nánar á vef BSRB