Nýr stofnanasamningur við HSN

Skrifað hefur verið undir nýjan stofnanasamning við Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem tekur gildi frá 1. júní sl. sem er ný launatafla þar sem hverjum starfsmanni var tryggð 4,5% hækkun að lágmarki. Við upptöku á nýrri launatöflu er ekki hægt að notast við sömu númer á launatöflu þar sem númerin hafa tekið breytingum. Launataflan hefur nú verið lagfærð eins og hún var í upphafi árið 2005 með 2,5% á milli launaflokka og þrepa. Samningurinn var gerður í samvinnu við Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Fjallabyggðar og SFR stéttarfélag í almannaþjónustu. 

Sjá samninginn í heild sinni hér