Ekkert þokast og viðræðum slitið

Sonja ÝR Þorbergsdóttir, formaður BSRB
Sonja ÝR Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Kjaraviðræðum BSRB og ríkisins var slitið í dag. Á morgun verður fundur með samningseiningum BSRB um að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræður lítið sem ekkert hafa þokast áfram, með tilliti til styttingu vinnuvikunnar. „Í grunninn erum við búin að eiga í mestri umræðu um styttingu vinnuvikunnar og það hefur lítið sem ekkert þokast áfram hvað varðar.

Við erum að miklu leyti til á sama stað og við vorum í upphafi samningsviðræðna og kjarasamningar eru búnir að vera lausir frá 1. apríl,“ segir Sonja. Hún segir óásættanlegt að samninganefnd ríkisins virðist ekki hafa nálgast viðræðurnar af heilum hug. Það hafi verið reynt á samningsvilja þeirra í marga mánuði.

„Þá er ekkert annað eftir en að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara og við munum taka það til umræðu með samningseiningum BSRB á morgun.“