Eingreiðslur til útborgunar 1. febrúar nk.

Samkvæmt núgildandi kjarasamningi eiga eftirfarandi eingreiðslur að skila sér í launaumslag félagsmanna 1. febrúar næstkomandi.

Sérstaka eingreiðslu upp á 55.000 kr. greiðist hverjum starfsmanni á samningi Kjalar við Ríki og Menntaskóla Borgarfjarðar. Greiðslan er miðuð við fullt starf og þeir sem eru við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019 eiga rétt á henni.Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.

Sérstaka eingreiðslu upp á 42.500 kr. greiðist hverjum starfsmanni á samningi Kjalar við Samband íslenskra sveitarfélaga og Hjallastefnu og Dalbær. Greiðslan er miðuð við fullt starf og sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.

29. janúar 2018 Nýtt,

Fram til þessa hefur tilhögun réttinda þeirra er njóta fæðingarolrofs verið þannig háttað að mismunandi var eftir sveitarfélögum hvort þau greiddu starfsmönnum sínum í fæðingarolofi eingreiðslu eða ekki. Að þessu sinni var tekin einhliða ákvörðun af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélag um að þeir sem væru í fæðingarorlofi nytu eingreiðslu frá öllum sveitarfélögum að uppfylltum skilyrðum ákvæðisins.