- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Föstudaginn 24. október 2025 standa konur og kvár saman í kvennaverkfalli um allt land. Af því tilefni verða allar skrifstofur Kjalar stéttarfélags lokaðar allan daginn.
Bakslag í jafnréttisbaráttunni er orðið sýnilegt: kynbundið ofbeldi eykst, launamunur breikkar, verkaskipting á heimilum er ójöfn og hreyfingar sem ala á andúð gegn konum, hinsegin fólki og útlendingum hafa fest rætur hér á landi.
Með þessu tekur félagið skýra afstöðu í þágu jafnréttis og styður kröfur kvenna og kvára um jöfn laun, jöfn tækifæri og virðingu fyrir störfum allra.
Kjölur hvetur allar konur og kvár til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf þennan dag og sýna þannig samstöðu í baráttunni fyrir raunverulegu jafnrétti.
Sjá heimasíðu kvennaár