Aðalfundur afstaðinn

Ánægjulega mikil þátttaka var á aðlfundi félagsins sem haldinn var í gær, þriðjudag 20. mars, í sal á Skipagötu 14. Um mjög hefðbundinn aðalfund var að ræða þar sem á síðsta aðalfundi var stjórn og aðrir nefndar menn hlutu kosningu til þriggja ára. Farið var yfir starfssemi sl. árs og lífeyrismálum og launaskriðstryggingu gerð skil. Rætt um erlent samstarf og starf trúnaðarmanna. Þá voru tillögur stjórnar til aðalfundar voru samþykktar, m.a. um óbreytt félagsgjald, þ.e. 1% af öllum launum og skiptingu þess í Átaks- og vinnudeilusjóð og Áfallasjóð.  Ársreikningur Kjalar fyrir árið 2017 var samþykktur. Hagnaður félagsins á liðnu ári nam tæplega 4,9 milljónum króna. Eignir félagsins í árslok voru rúmlega 70 milljónir, bókfært eigið fé rúmlega 63 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 98%. Orlofssjóður skilaði einnig hagnaði um 3,4 milljónum króna þrátt fyrir miklar endurbætur og má segja að endurbótum á húsum félagsins sé langt komið. Fræðslusjóður var líka rekinn með hagnaði sem var um 2. milljónir króna en Mannauðssjóður var rekin með tap um 3 milljónir en hann átti borð fyrir báru svo það slapp til. 

Að vanda var dregið í happdrætti sem voru sex páskaegg sem voru keypt til styrktar krabbameinssjúkum börnum og ein flugávísun að upphæð kr. 25.000 sem Kristbjörg Björnsdóttir starfsmaður á Hlíð vann. Aðir vinningahafar voru Regina Reginsdóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Arna Gerður Hafsteinsdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Linda Björk Tryggvadóttir og Daði Hálfdánsson. 

Allt efni fundarins er að finna hér.