1. maí hátíðarhöld 2016

Hátíðarhöld stéttarfélaganna á Akureyri 1. maí 2016 -

,,Samstaða í 100 ár – sókn til nýrra sigra!”

Kröfuganga
Kl. 13:30 - Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið
Kl. 14:00 - Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar

Hátíðardagskrá í HOFI að lokinni kröfugöngu
Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna Hildur Sif Sigurjónsdóttir, leikskólakennari og félagsmaður í KÍ
Aðalræða dagsins Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og SGS

Skemmtidagskrá Hundur í óskilum verður með brot úr sögu verkalýðshreyfingarinnar
Kór Akureyrarkirkju
Söngur Borgarasviðsins


Dagskrá 1. maí 2016 í Fjallabyggð Dagskrá verður í sal félaganna, Eyrargötu 24b Siglufirði frá kl. 14:30 til 17:00 Margrét Jónsdóttir flytur ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna Kaffiveitingar

Borgarnes

 

Hátíðar- og baráttufundur verður í Hjálmakletti og hefst kl. 11.00

Dagskrá:

1. Hátíðin sett: Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands
2. Barnakór undir stjórn Steinunnar Árnadóttur syngur nokkur lög
3. Ræða dagsins: Sigurður Bessason formaður Eflingar stéttarfélags og varaforseti ASÍ
4. Alda Dís og Mummi taka lagið
5. Freykjukórinn, Zsuzsanna Budai stjórnar
6. Internasjónalinn
Kynnir: Hrefna Ásgeirsdóttir trúnaðarmaður Kjalar
Félögin bjóða samkomugestum í súpu og brauð að fundi loknum. Fjáröflunarnefnd 9. bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi sér um veitingarnar. Kvikmyndasýning fyrir börn verður í Óðali kl. 13:30, boðið verður upp á popp og ávaxtasafa.