Tenerife

Tenerife
Tenerife
Tenerife
Tenerife
Tenerife

Tenerife Reykingar bannaðar
Tenerife Gasgrill
Tenerife Heitur pottur
Tenerife Barnarúm
Tenerife Barnastóll
Tenerife Þvottavél
Tenerife Örbylgjuofn
Tenerife Sjónvarp
Tenerife Net

Lýsing

Félagsmönnum Kjalar, stéttarfélags í almannaþjónustu, stendur til boða íbúð á sólareyjunni Tenerife sumarið 2019. Íbúðin er í La Caldera Del Rey á Costa Adeje. Frábærlega staðsett hús í rólegu hverfi skammt fyrir ofan verslunarmiðstöðina Siam Mall og Amerísku ströndina. Stutt er í verslanir, veitingastaði og alla þjónustu. Nútímaleg hönnun og glæsileiki einkennir húsið. Útsýnið frábært og sólsetrið engu líkt. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi og þrjú baðherbergi.

Gisting er fyrir 6-8 manns. Einkasundlaug, garður/verönd með legubekkjum, stólum og borðum. Handklæði og lín til skiptanna. Í íbúðinni, sem er reyklaus, er nettenging/WiFi.

Leigutímabil: 8. júní til 10. september 2019.

  • 10 nætur (laugardagur-þriðjudagur): 85.000 kr.
  • 11 nætur (þriðjudagur-laugardagur): 93.000 kr.

Gestir geta innritað sig frá kl. 16 á komudegi og þurfa að skila íbúðinni fyrir kl. 11 á brottfarardegi. Miðað er við flugáætlun WOW. Unnið er að kaupum á flugávísunum. Innifalið: Rúmföt, handklæði, gólfþrif og aðstoð og ýmist þjónusta eftir beiðni.

Gestir greiða 200 evrur í tryggingu við komu og fá endurgreitt við brottför ef ekki hlýst tjón af völdum gesta. Hægt er að sækja um íbúðina á orlofssíðu Kjalar, www.kjolur.is, frá 4. janúar 2019.

Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2019 og verður úthlutað fljótt eftir það.