Samþykktir Vísindasjóðs tónlistarkennara

Samþykktir um Vísindasjóð Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu v/ tónlistarkennara

1. grein
Sjóðurinn heitir Vísindasjóður Kjalar stéttarfélags v/ tónlistarkennara Sjóðurinn starfar með því markmiði og skipulagi, sem í reglum þessum segir. Heimili sjóðsins og varnarþing er á Akureyri.

2. grein
Aðild að sjóðnum eiga tónlistarskólakennarar sem eru félagsmenn KJALAR og taka laun samkvæmt kjarasamningi STAK vegna tónlistarkennara og Launanefndar sveitarfélaga f.h. Akureyrarbæjar.

3. grein
Stjórn sjóðsins skal skipuð 4 mönnum til fjögurra ára í senn. Tveir tilnefndir af Akureyrarbæ og tveir frá KILI og er annar úr stjórn KJALAR og hinn úr hópi tónlistarskólakennara. Formaður stjórnar sjóðsins skal vera annar fulltrúi KJALAR. Stjórnin skal halda gerðabók og rita í hana allar samþykktir sínar. Stjórn sjóðsins setur sér úthlutunarreglur.

4. grein
Tekjur sjóðsins eru:

  • Framlag bæjarsjóðs, eins og gildandi kjarasamningur milli Kjalar stéttarfélags v/ tónlistarskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga f.h. Akureyrarbæjar kveður á um hverju sinni.
  • Vaxtatekjur.


5. grein
Ársreikningur og endurskoðun.
Skrifstofa Kjalar sér um daglegan rekstur sjóðsins í umboði stjórnar hans. Fé sjóðsins skal ávaxta á sem tryggastan hátt.

Ársreikning sjóðsins skal birta með reikningum Kjalar og endurskoðaður með sama hætti og félagssjóður. Ársreikninginn skal leggja fram og afgreiða á aðalfundi með öðrum reikningum félagsins. Skýrsla yfir starfsemi sjóðsins skal fylgja skýrslu stjórnar Kjalar stéttarfélags.

6. grein
Markmið sjóðsins er að auka tækifæri tónlistarskólakennara til framhaldsmenntunar, rannsókna og þróunarstarfa. Auk þess að efla námsefnisgerð fyrir tónlistarskólann.

7. grein
Framlagi til sjóðsins skal skipt þannig:

  • Um það bil 55% af tekjum sjóðs samkvæmt 4. gr. skal varið til að greiða laun á námsleyfistíma.
  • Um það bil 45% af tekjum sjóðsins samkvæmt 4. gr. skal varið til einstaklinga eða hópa, sem taka að sér ýmis verkefni, svo sem námsefnisgerð eða rannsóknar- og þróunarverkefni.


8. grein
Þeir sem sækja um styrk úr sjóðnum skulu senda stjórn sjóðsins umsókn, þar sem fram komi lýsing á því námi eða verkefni sem styrkurinn skal renna til, áætlaðan kostnað, hvenær fyrirhugað er að stunda námið eða verkefnið, sem styrkur er veittur út á og aðrar þær upplýsingar er sjóðstjórn kann að telja nauðsynlegar. Á grundvelli þeirra tekur sjóðstjórn ákvörðun um hvort og hve háan styrk viðkomandi umsækjandi skuli fá.

9. grein
Reglur þessar eru settar samkvæmt samkomulagi dagsettu 13. desember 1993, milli Starfsmannafélags Akureyrarbæjar og Launanefndar sveitarfélaga f.h. Akureyrarbæjar. Reglurnar skal endurskoða í febrúarmánuði ár hvert, ef annar hvor þessara aðila leggur fram beiðni um það, fyrir lok janúarmánaðar.

Breyting gerð á 5. grein reglugerðarinnar 1.nóvember 1995