- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Markmið sjóðsins er að auka hæfni sjóðsfélaga og möguleika þeirra til starfsþróunar í starfi eða eftir atvikum að styrkja þá til sí- og endurmenntunar. Þannig geti sjóðsfélagar bætt við og/eða endurnýjað menntun sína og viðhaldið virði sínu á vinnumarkaði.
Réttindi í sjóðnum
Hvað er styrkt?
Hvað er ekki styrkhæft:
Hámarksfjárhæðir styrkja
Styrkir til atvinnuleitenda og foreldra í fæðingarorlofi
Sá sjóðsfélagi sem verður atvinnulaus og greiðir gjald til félagsins af atvinnuleysisbótum á rétt á styrk miðað við réttarstöðu hans þegar hann varð atvinnulaus.
Sjóðsfélagi í fæðingarorlofi getur nýtt sér áunninn rétt ef hann hefur valið að greiða stéttarfélagsgjöld á meðan á orlofi stendur.
Hvernig er greitt úr sjóðnum?
Það er skilyrði fyrir styrkveitingu að félagsmaður skili inn löglegum reikningi. Reikningur skal vera á nafni félagsmanns þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing, nafn og kennitala fræðsluaðila. Ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikningi þarf að skila til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá viðkomandi skóla/fyrirtæki. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða og ekki gefinn út fyrir þann tíma sem félagsmaður öðlast rétt í sjóðnum.
Styrkir vegna náms í skólum er ekki greiddur út fyrr en skólaönn er hafin og staðfesting frá skóla fylgir um skólavist.
Þegar um kynnisferðir og ráðstefnur er að ræða þarf að koma bréf frá stofnun/fyrirtæki/vinnustað umsækjanda, þar sem upplýst er um tilhögun, tilgang og markmið ferðarinnar. Auk þess skal fylgja dagskrá ferðar. Bréf þetta skal vera áritað af yfirmanni. Auk þess þarf að sýna afrit af farseðli eða hliðstæðar kvittanir vegna útlagðs ferðakostnaðar.
Þegar þessu hefur verið fullnægt er styrkur greiddur sem næst í tíma, þó er styrkur aldrei greiddur út fyrir fram heldur að ferð lokinni og að seta á styttri námskeiðum sé lokið.
Ef styrks er ekki vitjað innan 6 mánaða frá afgreiðslu umsóknar fellur hann niður.
Námskeiðsstyrkir eru skattskyldir, en heimilt að færa kostnað til frádráttar ef námskeiðið tengist starfi styrkþega.
Óheimilt er að færa frádrátt á móti styrkjum vegna námskeiða sem varða tómstundagaman eða annað það sem telst eingöngu persónulegur kostnaður.
Samþykktir fyrir fræðslusjóð Kjalar
Samþykktir (desember 2022)
Verklags- og úthlutunarreglur fyrir fræðslusjóð Kjalar
Verklags- og úthlutunarreglur (desember 2022, taka gildi frá og með 01.01.2023)