Hvaða nám er styrkt?

  • Allt nám á framhaldsskólastigi og á grundvelli framhaldsfræðslulaga er styrkhæft, sem og háskólanám.
  • Kostnaður umsækjenda við nám, námskeið, námsstefnur eða sambærilega þekkingaröflun, sem tengja má starfi hans og flokka má undir starfs- eða endurmenntun, er styrkhæfur að hluta eða öllu leyti. 
  • Sömuleiðis kostnaður vegna náms við framhaldsskóla, háskóla og tölvunámskeið, þó svo að umsækjandi vinni ekki að staðaldri við tölvu.
  • Uppihald eða bein laun greiðir sjóðurinn ekki, né kostnað sem greiddur er af öðrum aðilum.