Annað

Kostnaður umsækjenda við nám, námskeið, námsstefnur eða sambærilega þekkingaröflun, sem tengja má starfi hans og flokka má undir starfs- eða endurmenntun, er styrkhæfur að hluta eða öllu leyti. Sömuleiðis kostnaður vegna náms við framhaldsskóla og tölvunámskeið, þó svo að umsækjandi vinni ekki að staðaldri við tölvu. Umsækjandi getur einungis einu sinni fengið hámarksfjárhæð í styrk til sama verkefnis. Endurhæfingarmenntun, sem félagsmaður aflar sér í kjölfar þess að staða hans var lögð niður, er einnig styrkhæf á sama hátt.

Uppihald eða bein laun greiðir sjóðurinn ekki, né kostnað sem greiddur er af öðrum aðilum.

Einungis félagsmenn Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu geta fengið styrk úr sjóðnum og þurfa þeir að hafa verið félagar í a.m.k. 6 mánuði. Heimilt er sjóðstjórn að taka tillit til uppsafnaðra réttinda hjá öðrum sjóðum innan BSRB félaga.

Félagsmenn í fæðingaorlofi geta nýtt sér áunninn rétt ef þau velja að greiða stéttarfélagsgjöld á meðan á orlofi stendur. Félagsmenn í atvinnuleit geta nýtt sér áunninn rétt ef þeir velja að greiða stéttarfélagsgjöld á meðan á atvinnuleit stendur.

Nám hjá Starfsmennt www.smennt.is

Markmið okkar er að efla símenntun og stuðla að markvissri starfsþróun innan stofnana. Allt nám er miðað að því að efla fólk í starfi, auka faglega þekkingu og mæta auknum kröfum sem gerðar eru til opinberra starfsmanna á vinnumarkaði. Þróun og uppsetning alls náms er á þann veg að auðvelt sé að sækja það samhliða starfi.

  • Námið byggir á traustum fræðilegum grunni og er sérsniðið að þörfum íslensks vinnumarkaðar.
  • Náminu er skipt í flokka eftir markhópum.
  • Nám fyrir alla eru opin námskeið ætluð öllum.
  • Nám stofnana er sérsniðið fyrir stofnanir.
  • Nám starfsgreina fer þvert á vinnustaði.
  • Nám um kjör og velferð varðar umbótaverkefni og fræðslu stéttarfélaga.

Allt nám er opið okkar aðildarfélögum endurgjaldslaust, en öðrum er bent á endurgreiðslur stéttarfélaga. Námsþjónusta Fræðslusetursins Starfsmenntar hefur hlotið vottun frá BSI á Íslandi um gæði í fræðslustarfi (EQM) og er viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili skv. lögum um framhaldsfræðslu 27/2010.