Hvaða störfum má sinna í verkfalli og hverjir meiga það?

Félagsmenn sem kallaðir eru til starfa samkvæmt undanþágulistum eiga að sinna störfum sínum í samræmi við almennar starfsskyldur. Störfin skulu miðast við að tryggja lámarks öryggisþætti og öryggi sjúklinga og að engin verði fyrir beinum skaða af verkfallsaðgerðum.

Geta yfirmenn gengið í störf félagsmanna í verkfalli?
Æðstu stjórnendur geta gengið í öll störf í verkfalli þar sem þeir bera ábyrgð á rekstri stofnunarinnar. Þannig má t.d. rektor eða skólastjóri ganga í störf húsvarðar og opna skólabyggingu fyrir nemendur, svara í síma o.s.frv.

Allir starfsmenn deildarinnar hafa sömu, opnu starfslýsinguna, þótt þeir gegni mismunandi störfum dags daglega. Mega þeir sem ekki eru í félagsmenn Kjalar stéttarfélags ganga í störf félagsfólks Kjalar?
Í verkfalli má ekki bregða út af vananum, framkvæma skal störf með venjubundnum hætti.

Má næsti stjórnandi sem ekki fer í verkfall, taka póst og skrá hann, ef að hann hefur verið að vinna við það með öðrum starfsmönnum sem eru að fara í verkfall?
Næsti stjórnandi má sinna þeim störfum sem hann er vanur að sinna og engu öðru.

 Má taka aukavaktir, breyta vöktum í verkfalli?

Í verkfalli gildir fyrirliggjandi vaktaskýrsla. Breytingar á henni, þar með taldar aukavaktir eða breyttar vaktir eru ekki heimilar nema til komi samþykkt undanþágunefndar sem stéttarfélag skipar.