Um ríkissamninginn

Kjölur stéttarfélag gerir kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs er vegna heilbrigðisstofnana á Vesturlandi (Borgarnes og Hvammstangi), Norðurlandi (Blönduós, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð og Heilsugæsla á Akureyri), Sjúkrahússins á Akureyri. Framhaldsskólans á Norðurlandi vestra og Verkmenntaskólans á Akureyri.

Undirritaður var kjarasamningur þann 9. nóvember 2015. Gildistími er 1. maí 2015 til 31. mars 2019. 

Við gildistöku samningsins hækkuðu laun um 25.000 kr. eða að lágmarki 7,7% skv. launatöflu samningsins og gildir sú hækkun frá 1. maí 2015. Launahækkun er skv. samningnum þann 1. júní 2016 um 6,5% og þann 1. júní 2017 tekur við ný launatafla þar sem hverjum starfsmanni skal tryggð 4,5% hækkun að lágmarki. 

Þann 1. júní 2018 hækka laun samkvæmt samningnum um 3% og 1. febrúar 2019 verður sérstök 55 þúsund kr. eingreiðsla sem greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf og sem er við störf í desember 2018 og janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember 2018.

Í bókun sem fylgir samningnum er sérstaklega kveðið á um að samningur Starfsmannafélags Skagafjarðar (SFS) frá 2011 gildi með þeim breytingum sem þessi nýi kjarasamningur felur í sér en félagsmenn þess félags mynda nú Skagafjarðardeild innan Kjalar eftir sameiningu stéttarfélaganna tveggja á síðara ári.
Með gildistöku kjarasamningsins er félagsmönnum í Skagafjarðardeild raðað í launatöflu Kjalar.