Ég er að hætta vinna, hvað þá?

Ellilífeyri

Þeir sem eru 65 ára og eldri og hafa búið á Íslandi í minnst þrjú ár eiga einhvern rétt á ellilífeyri. 

Heildarréttindi þín í Lífeyrisgáttinni

Flest ef ekki öll höfum við greitt í marga lífeyrissjóði yfir starfsævina. Í Lífeyrisgáttinni getur þú séð öll þau réttindi sem þú hefur unnið þér inn á starfsævinni, sama í hvaða sjóð þú greiddir.

Kíktu á Lífeyrisgáttina

Skipting ellilífeyris

Sjóðfélagi í lífeyrissjóði og maki geta gert samning um skiptingu ellilífeyrisréttinda. Samninga um þegar áunnin réttindi þarf að gera fyrir 65 ára aldur, þess sem eldri er.
Við ráðleggjum þér að hafa samband við ráðgjafa hjá lífeyrissjóðnum þínum til að meta hvort slíkur samningur henti ykkur.

Nánar um skiptingu ellilífeyris
Nánar

Að sækja um ellilífeyri

Það er nokkuð breytilegt eftir sjóðum hvenær hægt er að hefja töku ellilífeyris en almenna reglan er að það sé á aldrinum 62 til 70 ára. Ef töku lífeyris er flýtt þá lækkar fjárhæð mánaðarlegs ellilífeyris og eins ef töku er frestað þá hækkar fjárhæðin.

Ellilífeyrir er greiddur út mánaðarlega með jöfnum greiðslum til æviloka. Ráðgjafar í lífeyrissjóðnum þínum eru þér til aðstoðar. 

Endurhæfingalífeyrir

Ef þú hefur átt við veikindi að stríða um langan tíma og ert búin með öll þín réttindi sem eru veikindaréttur hjá vinnuveitenda og sjúkradagpeningar frá Styrkjarsjóði BSRB, og þú ekki komin til vinnu. Ekki verður séð að þú komist í vinnu næstu námuði, en þú hefur rétt til að halda stöðu þinni jafn lengi og þínu veikindarétti vari hjá vinnuveitenda þínum.

Nauðsynlegt er að vera búin að vera í starfsendurhæfingu hjá Virk starfsendurhæfingasjóði og sért með þína starfsendurhæfinga áætlun.

Endurhæfingarlífeyrir er ætlaður þeim sem eru óvinnufærir vegna sjúkdóma eða slysa og eru í endurhæfingu til að komast aftur út á vinnumarkað samkvæmt 7. gr. laga um félagslega aðstoð. Meginskilyrði fyrir veitingu endurhæfingarlífeyris er að umsækjandi taki þátt í endurhæfingu í umsjón fagaðila með starfshæfni að markmiði. Reglugerð um framkvæmd endurhæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð var sett í júní 2020. 

Eingöngu Tryggingastofnun ríkisins sem greiðir endurhæfingalífeyri sjá nánar TR

 

Örorkulífeyri
 

Félagsmaður á rétt á örorkulífeyri úr samtryggingarsjóði ef hann verður fyrir orkutapi sem metið er a.m.k. 50% (hjá sumum sjóðum 40%) og hefur orðið fyrir tekjuskerðingu.

Örorkulífeyrir er miðaður við áunnin lífeyrisréttindi og framreiknuð réttindi.

Almannatryggingar greiða einnig örorkulífeyri. Sjá nánar heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins. Örorkulífeyrir almannatrygginga getur haft áhrif á örorkulífeyri frá lífeyrissjóðum. Við útreikning á því hvort sjóðfélagi hafi orðið fyrir tekjuskerðingu af völdum skertrar starfsorku er tekið tillit til atvinnutekna, greiðslna frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum og kjarasamningsbundinna greiðslna.

Sjá nánar