Rafræn kynning og kosning hafin

Í ljósi óvenjulegra aðstæðna í samfélaginu þessa dagana sem koma í veg fyrir fundi þar sem efni samninganna er kynnt félagsmönnum hefur  BSRB útbúið kynningarefni fyrir þau mál sem félögin fólu bandalaginu að semja um fyrir sína hönd. Jafnframt sem Kjölur hefur tekið saman kynningabækling um það helsta sem samið var um. 

Kynningin er tvískipt annars vegar fyrir starfsmenn sveitarfélaga og hins vegar fyrir starfsmenn ríkisins

Rafræn kosning er einnig hafin á viðkomandi síðum og lýkur henni kl. 10:00 þann 23. mars nk. Allir félagsmenn eru hvattir til að nota atkvæðarétt sinn.