- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Atkvæðagreiðsla
Rafrænni kosning um kjarasamninginn lauk kl. 10. mánudaginn 23. mars. um kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga og var niðurstaðan sem hér segir:
Á kjörskrá voru | 713 |
Þar af kusu | 405 eða 57% |
Já sögðu | 356 eða 88% |
Nnei sögðu | 34 eða 8% |
Auðir tóku ekki afstöðu | 15 eða 4% |
Kynningarefni
Vegna Covid 19 er takmörkun á fundahöldum á vinnustöðum auk þess sem veður og ófærð gera gera kynningu nýrra kjarasamninga erfiðari en ella. Því er hér kynningarefni á kjarasamningi sem skrifað var undir við Samband íslenskra sveitarfélaga á miðnætti 9. mars sl. en þá var verkföllum samhliða aflýst.
Kynning vegna kjarasamninga við sveitarfélögin, spila má yfir fyrstu 30. mín. sem er bara tóm upptaka.
Stjórn Kjalar er stolt af þeim þeim mikla styrk og samstöðu sem félagsmenn sýndu í þessu langa samningsferli. Hin mikla þátttaka og niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir sannfærðu okkur um að á bak við okkur er sterk breiðfylking félagsmanna. Hún skilaði árangri í mörgum stórum baráttumálum opinberra starfsmanna, svo sem styttingu vinnuvikunnar.