Fjórtándi kafli (14) Gildistími og samningsforsendur

14 Gildistími og samningsforsendur

14.1 Gildistími og gildissvið

14.1.1 Samningur þessi kemur í stað áður gildandi kjarasamnings og gildir frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023, en samningurinn fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar.

14.2 Samningsforsendur og atkvæðagreiðsla

14.2.1 Komi til þess að samkomulag náist á almennum vinnumarkaði um breytingu á kjarasamningi þeirra, svo sem vegna hagvaxtarauka, skulu aðilar taka upp viðræður um hvort og þá með hvaða hætti slík breyting taki gildi gagnvart samningum aðila.

Verði samningum á almennum vinnumarkaði sagt upp á grundvelli forsenduákvæðis þeirra á gildistíma samnings þessa er hvorum samningsaðila heimilt að segja samningnum upp með þriggja mánaða fyrirvara miðað við mánaðarmót.

Samningsaðilar skulu bera samning þennan, ásamt bókunum og fylgiskjölum, upp til afgreiðslu fyrir 23. mars 2020. Hafi gagnaðila ekki borist tilkynning um niðurstöðu fyrir kl. 13:00 þann 23. mars 2020 skoðast samningurinn samþykktur.

 

Reykjavík, 8. mars 2020.

 

F.h. Sambandi íslenskra sveitarfélaga                                                                                  F.h. Kjalar stéttarfélags

með fyrirvara um samþykki stjórnar:                                                                                 með fyrirvara um samþykki hlutaðeigandi félagsmanna: