Séreignalífeyrissparnaður
01.09.2016
Fréttir
Ávinningur af séreignarsparnaði er áþreifanlegur og mikil hvatning fyrir launþega að nýta sér þennan möguleika til aukins lífeyrissparnaðar.
Alþingi samþykkti nýverið lagafrumvörp í tengslum við aðgerðir stjórnvalda til lækkunar húsnæðislána og eflingar húsnæðissparnaðar. Einnig er hægt að greiða inn á húsnæðislán sem eldri eru með séreignasparnaði. En fyrst og fremst er hann trygging fyrir betri lífeyri þegar á lífeyrisaldur er komið.