Til hamingju með daginn kæru jafnréttissinnar.

Til hamingju með daginn kæru jafnréttissinnar. Í dag 24. október er Kvennafrísdagurinn, eða Kvennaverkfallið eins og við kjósum að kalla það. Árið 1975 ákvað Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að þessi dagur skyldi sérstaklega helgað málefnum kvenna og af því tilefni lögðu íslenskar konur niður vinnu þann dag og talið er að 25 þúsund konur hafi safnast saman á Austurvelli og víðar þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir þjóðfélagið. Haldið hefur verið upp á daginn nokkrum sinnum síðan þá og í fyrra var meðal annars blásið til útifunda sem fjölmargir sóttu. Myndirnar eru frá fundinum í fyrra.