Fræðslusjóður Kjalar - aukin réttindi félagsfólks

Markmið sjóðsins er að auka hæfni sjóðsfélaga og möguleika þeirra til starfsþróunar í starfi eða eftir atvikum að styrkja þá til sí- og endurmenntunar. Þannig geti sjóðsfélagar bætt við og eða endurnýjað menntun sína og viðhaldið virði sínu á vinnumarkaði. 

Í sjóðinn er því hægt að sækja styrki vegna: 

  • Nám í framhaldsskóla og nám sem eykur almenna starfshæfni til dæmis á sviði tölvutækni, sjálfsstyrkingar og tungumála
  • Lífsleikninámskeið (tómstundanámskeið) og starfsréttindanáms án beinnar tengingar við starf
  • Styrkur vegna ökuréttinda og aukinna ökuréttinda
  • Grunnnám og meistaranám á háskólastigi er styrkhæft í þeim tilvikum sem það tengist starfi umsækjanda ekki með beinum hætti
  • Skipulagðar ráðstefnur, náms- og kynnisferðir sem tengjast starfi, innanlands sem og erlendis

Frá og með 1. janúar 2023 voru innleiddar nýjar reglur fyrir fræðslusjóð. Hámarsstyrkur á 12 mánaða tímabili er nú 150.000 kr. En fyrir átti félagsfólk 140.000 styrk á 24 mánaða tímabili. Endilega kynnið ykkur nýjar reglur hér

Með umsókn skal skila reikningi sem er á nafni félagsmanns þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing, nafn og kennitala fræðsluaðila. Ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikningi þarf að skila til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá viðkomandi skóla/fyrirtæki. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.

Tekið er á móti umsóknum á mínum síðum
Sækja um