Bregðast þarf við brotum á réttindum launafólks

Jóhannes Sigursveinsson, trúnaðarmaður Kjalar á búsetudeild Ísafjarðarbæjar
Jóhannes Sigursveinsson, trúnaðarmaður Kjalar á búsetudeild Ísafjarðarbæjar

Jóhannes Sigursveinsson er trúnaðarmaður Kjalar á búsetudeild Ísafjarðarbæjar þar sem hann hefur starfað um þriggja ára skeið. Hann segist hafa boðið sig fram í trúnaðarmannshlutverkið og brenni fyrir réttindamálum launafólks.

„Fólk þarf almennt að vera meðvitaðra um sín kjarasamningsbundnu réttindi og það á ekki aðeins við um yngsta hópinn. Hins vegar svíður mig mjög að sjá þegar vinnuveitendur eru að brjóta á réttindum ungs fólks sem kannski er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði,“ segir Jóhannes.

„Mín skoðun er sú að stéttarfélög þurfi að bregðast við réttindabrotum vinnuveit- enda af fullri hörku og kæra þau ef með þarf. Stéttarvitund er því miður þverrandi en harðari viðbrögð við réttindabrotum eru að mínu mati ein leið til að efla hana,“ segir Jóhannes sem sat nú fyrsta trúnaðarmannanámskeið sitt sem félagsmaður Kjalar.