- Kjarasamningar
- Styrkir
- Orlofsmál
- Um Kjöl
Í áramótakveðju sinni fer Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, yfir helstu áherslur bandalagsins á árinu sem er að líða og þau verkefni sem fram undan eru. Hún segir árið 2025 hafa einkennst af eftirfylgni kjarasamninga og kröftugu málefnastarfi bandalagsins þar sem markmiðið hafi verið að bæta lífskjör launafólks og styrkja velferðarkerfið.
Í pistlinum leggur formaðurinn sérstaka áherslu á stöðu barnafjölskyldna og bendir á að Ísland standi höllum fæti þegar kemur að þjónustu á bilinu milli fæðingarorlofs og leikskóla. BSRB hafi tekið virkan þátt í aðgerðarhópi forsætisráðherra um úrbætur í þessum efnum og telur hún brýnt að byggja upp fjölskylduvænna samfélag.
Þá fjallar hún um launa- og lífskjör, en samkvæmt gögnum sem vitnað er til nær um 30 prósent launafólks ekki endum saman. Sérstaklega nefnir hún stöðu einstæðra foreldra, fólks af erlendum uppruna og öryrkja og kallar eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að draga úr fátækt barna og ójöfnuði.
Í pistlinum minnist Sonja Ýr á Kvennaár 2025 sem nú er senn á enda, sem einkenndist af öflugri umræðu og baráttu fyrir jafnrétti, gegn kynbundnu ofbeldi og launamisrétti. Að lokum þakkar formaður BSRB félagsfólki aðildarfélaganna og samstarfsaðilum fyrir árið sem er að líða og leggur áherslu á samstöðu og félagslegt réttlæti á nýju ári.
Hér má lesa pisil Sonju af vef BSRB